1 min read

Það er gaman að bjóða vinum í „bústskálabröns“ og setja upp fallegt lítið hlaðborð með mismunandi þurrkuðum og ferskum ávöxtum, berjum, hnetum og fræjum. Settu bústið í skálar og gestirnir klára síðan að útbúa sína skál. 

Tilvalið er að bjóða upp á engifer- eða túmerikskot með og þá ertu komin með fallegan og bragðgóðan bröns sem er stútfullur af góðri næringu!

 

Innihald

1 glas rauðrófusafi

2-3 appelsínur

1 sítróna

frosin bláber

frosinn ananas eða mangó

 

Magnið af öllu fer eftir smekk, prófið ykkur áfram hvað ykkur finnst best.

Notið ávexti, ber, hnetur, fræ og allt sem ykkur dettur í hug til að skreyta skálarnar.

 

Aðferð

Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel.

Hellið síðan í skálar og látið sköpunargleðina taka völdin.