1 min read

Þegar ég hef mikið að gera er Lindudrykkurinn minn algjör bjargvættur. Hann er gífurlega næringarmikill og það er einmitt það sem ég þarf á að halda á svona dögum. 
 
Innihald 
 
1 lúka spínat 
1 avokadó 
1/3 agúrka 
1/2 greipaldin eða 1 grænt epli 
1 sm engifer 
safi úr einni sítrónu 
1 msk mulin hörfræ 
Klakar eða ískalt vatn eftir smekk. 
 
Aðferð 
Allt sett í blandara og þeytt saman þangað til drykkurinn er orðinn silikimjúkur. 
  
 
Ef þú vilt hreinsa til í mataræði þínu mæli ég með28 daga Heilsuáskorun. Þar skiptir þú út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Þarna færðu fullt af góðum ráðum og uppskriftum af allskyns saðsömum þeytingum sem bæta heilsuna. Minna mittismál. Glóandi húð. Meiri orka. Bættur svefn. Aukin vellíðan o.m.fl.