2 min read

Hér er uppskrift af jólakonfekti sem er bæði hollt og gott. Sætan í uppskriftinni kemur frá döðlunum, en döðlur eru það sem ég vel oft í stað sykurs þegar mig langar í eitthvað sætt. 

Döðlur eru mjög næringarríkar og sérstaklega trefjaríkar. Það er mikilvægt fyrir heilsuna okkar að fá nægar trefjar. Trefjar geta t.d. hjálpað til við að halda jafnvægi á blóðsykrinum. 

 

Innihald

10-12 medjola döðlur 

200 gr valhnetur

50 gr  kókósmjöl

1 tsk kanill

1/2 tsk salt

 

Aðferð

Setjið hneturnar, ásamt kanil og salti í matvinnsluvél, bætið við döðlum (ekki gleyma að taka kjarnann úr) einni og einni í einu. Blandið vel saman, setjið kókósmjölið saman við og hnoðið allt saman með höndunum. Mótið litlar kúlur og rúllið þeim í kókósmjöli. Ef blandan er of þurr er hægt að bæta döðlum eða smá soðnu vatni við. Ef blandan er of blaut, bætið möluðum hnetum saman við.

 

Hugmyndir

Skreytið kúlurnar með goðaberjum, pistasíum, kókósmjöli eða hverju sem ykkur dettur í hug.

Bræðið dökkt súkkulaði og dýfið kúlunum ofan í.

Hægt er að skipta valhnetum út fyrir pekanhnetur eða möndlur.

 

Njóttu!

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.

 

 

English:

Healthy Christmas Treats

Here is a healthy and tasty Christmas treat for you. Dates are especially nutritious and very rich in fiber and getting enough fiber is important for our health. Fiber can prevent blood sugar levels from rising too high after eating. It is also rich in minerals and antioxidants which is why dates are my go-to instead of sugar when I want something sweet.

 

Ingredients

10 - 12 medjola dates

200 gr walnuts

50 grams of coconut flour

1 teaspoon cinnamon

1/2 teaspoon salt

 

Method

Put the nuts together with the cinnamon and salt in a food processor, add the dates (do not forget to remove the pit) one by one. Mix well, add the coconut flour and knead everything together by hand. Form small balls and then roll them in the the leftover coconut. If the mixture is too dry, add dates or a little boiled water. If the mixture is too wet, add ground nuts.

 

Ideas

Decorate the balls with e.g. blueberries, pistachios, coconut flour or whatever you can think of.

Melt dark chocolate and dip the balls in it.

You can replace the walnuts with pecans or almonds.