1 min read

Þennan létta og ljúffenga kaffidrykk er tilvalið að útbúa um helgar eða hvenær sem þú vilt fá smá tilbreytingu frá hefðbundna kaffibollanum.


Innihald
1 kaffibolli
1/2 bolli haframjólk/rjómi eða annar mjólkurdrykkur, helst fituríkur 1 mjúk daðla
1 tsk kanill
1 bolli klakar


Aðferð
Allt sett saman í matvinnsluvél og blandað þar til silkimjúkt. Það er sérstaklega gott að setja smá þeyttan rjóma á toppinn og strá smá kanil yfir.


Kanill er sérstaklega hollt krydd, sem er ekki bara þekkt fyrir að gefa gott bragð, heldur hefur líka þau áhrif á líkamann að hann kemur í veg fyrir blóðsykurssveiflur og heldur blóðsykrinum í skefjum.

 

P.s. Nú er lokað fyrir skráningar í LMLP prógrammið en þú getur skráð þig á BIÐLISTAog ég læt þig vita fyrst þegar opnar næst. Smelltu hér.