1 min read

Ef tíminn er naumur og þú vilt fá þér heilsusamlegan og saðsaman þeyting, þá eru hér uppskriftir af tveimur einföldum, sætum og bragðgóðum.

GRÆNN DRAUMUR
1 banani
Handfylli af spínat
1 glas möndlumjólk
2-3 klakar

Allt sett í blandara og hrært saman þar til silkimjúkt!


VANILLU- OG MÖNDLUÞEYTINGUR
1 bolli ósætt kókosvatn
2 bollar spínat
1 forsinn banani
2 tsk. möndlusmjör
2 tsk. lífrænt vanillu extract
2 mtsk. próteinduft
1/2 bolli klakar

Allt sett í blandara og hrært saman þar til silkimjúkt!