1 min read


Innihald
1 lítri grænmetissoð
1 krukka niðursoðnir tómatar
3-4 stórir bakaðir tómatar
1 bakaður laukur
4-6 bakaðir hvítlauksgeirar
2-3 bakaðar paprikur
1 msk eplaedik
þurrkaðar kryddjurtir eins og óreganó eða basilíka, salt og pipar.

 

Aðferð
Láttu suðuna koma upp af grænmetisseyðinu, bættu svo öllu öðru saman við. Lækkaðu hitann og leyfðu að malla í allt að klukkustund. Settu í blandarann og kryddaðu að vild. Helltu í skálar og stráðu ristuðu baunum eða fræjum yfir, ásamt kryddjurtum. Það er líka æðislegt að raspa góðan parmesan ost yfir.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.