Kollagenið frá Feel Iceland er í hæsta gæðaflokki.

Kollagenduftið frá þeim (Amino Marine Collagen) er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorsk, sem syndir villtur um Atlantshafið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á kollagenpróteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun.

Frá 25 ára aldri byrjar kollagen framleiðsla að minnka og vefir líkamans byrja að veikjast. Ennfremur fer að bera á ýmsum öldrunar einkennum eins og verkjum í liðum og liðamótum. Einnig byrja að myndast hrukkur og teygjanleiki í húð minnkar.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á kollagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun.

Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er Kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Kollagenprótein sjá til þess að vefir líkamans haldist sterkir.

Hægt að nota meðal annars út í súperdrykkina í 28 daga Heilsuáskorun og önnur boozt í 7 daga áætlun að vellíðan- og auðvitað aðra heilsudrykki. Einnig fínt út í kaffi og jafnvel út í vatn. Þessi vara er bragðlaus.