2 min read

Besta leiðin til að auka hamingju

Hugsanir okkar koma frá heilanum í okkur sem hefur frá fæðingu gefið okkur ákveðna mynd af því hvernig heimurinn á að virka. Við höfum myndað okkur skoðanir og trú í gegnum tíðina, skoðanir um hvað er rétt og satt og hvað ber að óttast. Við höfum gagnasafn í undirmeðvitund heilans þar sem við geymum þessar skoðanir og trú um hvernig lífið okkar á að vera til að við getum verið óhultar og lifað af. Af því að það er það eina sem heilanum er umhugað um.

Við þurfum alltaf að muna að heilinnn vill að við spörum orkuna okkar, forðumst ónot og hættur og sækjum í nautn. Þannig vinnur hann að því að halda okkur á lífi, þetta kallast hvetningarþrenna frumheilans. Og í þessari tilraun heilans til að halda okkur á lífi sér hann til þess að við reynum að lifa lífinu samkvæmt þessum skoðunum okkar og trú um hvað er rétt, hvernig við eigum að hegða okkur til að teljast gott fólk, hvernig aðrir eiga að hegða sér til að teljast gott fólk og hvernig heimurinn á að vera til að teljast góður. Og svo skynjar heilinn allt sem ekki samræmist þessari mynd sem vandamál sem þarf að leysa eða hættur sem þarf að forðast. 

Og hver er svo lausnin við þessu? Við þurfum að vera tilbúnar að láta af sjórn. Okkur er ekki ætlað að stjórna öllum heiminum til að líða vel. Við getum bara ákveðið að slaka á og leyfa röddinni að dofna. Við náum aldrei að láta öllum líka við okkur. Hvað ef það er allt í lagi. Við eigum eftir að eiga krefjandi daga og hvað ef það er allt í lagi. Hjónabandið er stundum gott og stundum slæmt og hvað ef það er allt í lagi. Við þurfum að leyfa okkur að endurskrifa handritið okkar og gefa rými fyrir andstæðunum. Lífið hefur sínar andstæður. Það eru lög alheimsins. Allt kemur í árstíðum og með sínar andstæður en samt erum við alltaf að reyna að stjórna öllu þannig að allt sé gott alltaf.Hvað ef því er ekki ætlað að vera þannig? Hvað ef mesta hamingjan felst í því að sleppa tökunum á þeirri hugmynd og slaka á inn í krefjandi dagana, tímabilin, samböndin og láta af stjórn?