1 min read

Að trúa á sjálfa sig

Ég tek svo vel eftir því í gegnum alla vinnuna mína með konunum mínum í Prógramminu með Lindu Péað þær skortir oft á tíðum trú á sjálfar sig þegar þær koma inn.Þær eru stórglæsilegar konur en virðast sumar hverjar vera þær einu sem ekki sjá það. Sjálfstraustið þeirra er lélegt og þær hafa sumar gefist upp fyrir vantrú sinni. 

Þetta styrkir mig alltaf í þeim ásetningi mínum að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Ég vil kenna öllum konum að læra að trúa á sig og sjá möguleikana sína. Það er ekkert sem gleður mig meira en þegar ég fæ að fylgjast með konu sem vex og dafnar og eykur trúnna á sjálfa sig. 

Ég hvet þig, kæri lesandi, til að trúa á þig. Við getum aldrei ætlast til að aðrir trúi á okkur ef við gerum það ekki sjálfar. Það er aldrei neinn ávinningur í því að missa trúnna á sig ogþað er ekkert sem við höfum gert í fortíðinni sem þarf að segja til um hvað við getum gert í framtíðinni. Við fáum alltaf að ákveða sjálfar hverju við trúum og notum það fyrst og fremst til að ákveða að trúa á okkur sjálfar. 


Hlý kveðja,

Linda