2 min read

Ég er búin að vera í heilsubransanum í yfir þrjátíu ár og veit hversu margar okkar hafa verið í vandræðum með að losa sig við aukakílóin - ég er þar er engin undantekning. Í lífsþjálfunarnáminu mínu lærði ég aðferð við þyngdarstjórnun og kolféll fyrir henni. Eftir að hafa prufað þessa aðferð á sjálfri mér og séð árangurinn, ákvað ég strax að ég ætlaði að kenna öðrum konum þessa aðferð. Ég bara varð að deila þessu með heiminum.
 
Ég var átján ára þegar ég fór í Ungfrú Ísland. Stuttu áður hafði ég verið skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár og kynnst skyndibitafæði. Ég kom því tíu kílóum þyngri heim eftir þessa árs dvöl. Ég var ekki mikið að spá í það - nema sex mánuðum síðar þegar ég var orðin þátttakandi í Ungfrú Ísland. Þar upplifði ég fyrstu „megrunina” - sem ég var skikkuð í - og er aðferð sem ég mundi aldrei mæla með í dag. Ég borðaði mjög einhæft fæði - kálsúpu í öll mál! Síðan æfði ég eins og brjálæðingur. Kílóin fóru en þetta var ekki aðferð sem hægt er að nota í mörg ár og áratugi. Í mörg ár á eftir gat ég ekki fundið lyktina af soðnu káli án þess að fyllast viðbjóði.
 
Ég hef þurft stjórna þyngdinni minni alveg frá táningsaldri, og á auðvelt með að bæta á mig. Ég hef alltaf borðað hollt og hreyft mig en alltaf eru þessi nokkur aukakíló sem ég hef þurft að losa mig við. Það sem hefur hentað mér best þegar kemur að þyngdarstjórnun er sú aðferð sem ég kenni í dag í gegnum lífsþjálfun og byggist á meðvitund um hugsanir okkar og langanir og að læra að þekkja muninn á líkamlegu og tilfinningalegu hungri, auk þess að plana fyrirfram hvað ég borða hvern dag. Ég passa líka að borða alltaf grænmeti, prótein og fitu og sleppi millibitum. Ég fasta með hléum sem mér finnst öflugt tæki og hentar mér vel.
 
Til að finna langtímalausn þegar kemur að þyngdarstjórnun er lang áhrifaríkast að læra að hlusta á eigin líkama. 

 

Hlý kveðja,
Linda

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.