1 min read
Ísabella mín er hálf egypskt og rætur hennar liggja því í tveimur mjög ólíkum menningarheimum, Íslandi og Egyptalandi. Gætu varla verið ólíkari heimar! Það hefur lengi verið draumur minn að fara með hana til Egyptalands til að hún kynnist og tengist þeim menningarheimi.
Ferð til Egyptalands hefur verið á draumalistanum mínum frá því Ísabella var lítil stelpa og núna þegar hún er orðinn táningur finnst mér vera kominn rétti tíminn til að fara með hana þangað. Saga og menning Egyptalands er engu lík þannig að ég veit að þetta á eftir að vera stórmerkileg ferð fyrir okkur mæðgur, á svo marga máta. Ég mun leyfa ykkur að fylgja með ferð okkar mæðgna í magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.