1 min read
Húðin er glugginn að innra heilbrigði og þegar líkaminn þinn er í lélegu formi og þú borðar óhollustu sést það gjarnan fyrst á litarafti húðarinnar. Til að öðlast ljómandi húð, glansandi hár og frískara útlit er góð næring og tími til að hlúa að sjálfri þér algjört lykilatriði.
Góðu fréttirnar eru að það er aldrei of seint að byrja. Ef þú hefur ekki verið að sinna húðinni getur það samt verið nóg að gera örfáar breytingar á lífsstílnum, mataræðinu og meðhöndlun húðarinnar.
Hér eru einföld ráð sem þú getur byrjað að tileinka þér strax í dag:
- Dragðu úr neyslu á sykri, hveiti og unninni matvöru.
- Borðaðu meira af hreinni fæðu, aðallega úr jurtaríkinu.
- Hafðu prótein, holla fitu og mikið af sterkjulausu grænmeti í hverri máltíð.
- Byrjaðu daginn á volgu vatni (við stofuhita) og sítrónusafa til að koma pH- gildi líkamans í jafnvægi og hressa ónæmiskerfið við.