2 min read
Hvort sem þú ert í sambandi eða einhleyp er nauðsynlegt að þú hlúir vel að sjálfri þér. Með smá sjálfs-ást og sjálfs-rækt getur þú hleypt af stað jákvæðri hringrás í lífi þínu - fólk laðast jú að þeim sem geisla af jákvæðni og vellíðan. Hér eru nokkrar hugmyndir um það sem þú getur gert fyrir sjálfa þig - ekki bara á á degi ástarinnar - heldur helst í hverri viku.
Hugleiddu eða farðu í djúpslökun. Hugleiðsla og djúpslökun hafa undraverð áhrif á heilsu þína og líðan. Að hugleiða og slaka á eru engin geimvísindi - allir geta gert það. Sæktu app, horfðu á myndband, skelltu þér í hugleiðslu- eða djúpslökunartíma. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa þér leyfi til að slaka á.
Skrifaðu í dagbók. Skrifaðu niður það sem þú ert þakklát fyrir í lífi þínu eða hrós til sjálfrar þín. Þannig æfir þú að hugsa kærleiksríkar hugsanir í eigin garð.
Farðu í nudd. Stundum þurfum við aðstoð við að losa um stífa vöðva, sérstaklega á köldum vetrardögum. Gefðu sjálfri þér tíma í nudd.
Farðu í heitt bað. Eitt einfaldasta ráðið við því að auka vellíðan er að fara í heitt bað. Settu epsomsalt eða góða róandi olíu út í baðið. Settu á rólega tónlist og leyfðu þér að njóta.
Stundaðu hreyfingu. Hreyfðu þig, hvort sem það er göngutúr, tími í ræktinni eða sund. Njóttu þess að hreyfa þig í stað þess að þjösnast á líkamanum í ræktinni. Hugsaðu um að láta líkamann þinn endast út allt lífið í stað þess að einblína á að hann þurfi að líta út á einhvern ákveðinn (og oft óraunhæfan) hátt. Líkaminn er dýrmæt gjöf - þú skalt umgangast hann sem slíkan.
Lestu bók. Veldu að lesa bækur sem láta þér líða vel eða gefa þér nýja innsýn í lífið. Gefðu þér tíma til að lesa og gerðu stundina notalega, t.d. undir teppi með góðum tebolla.
Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.