1 min read
Fyrir nokkrum árum missti ég fyrirtæki mitt til 20 ára sem á þeim tíma var allt mitt ævistarf. Þetta var gífurlega erfitt og ég hafði miklar áhyggjur af því hvað framtíðin bæri í skauti sér.
Reynslan bugaði mig fjárhagslega og olli mér bæði tilfinningalegum og líkamlegum sársauka en andi minn hélst sterkur. Ég fór vel með mig og lofaði sjálfri mér að lágmarks framlag mitt yrði það að fara í daglega göngu með hundinn minn úti í náttúrunni.
Þegar ég hafði fengið orkuna mína aftur ákvað ég að nota þennan tíma til að byrja að byggja mig upp með því að mennta mig. Með hugrekkið að vopni hóf ég vegferðina.
Sjö árum síðar hef ég menntun í eftirfarandi: Heilsumarkþjálfi, B.A próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, Lífs- og þyngdartapsþjálfi og Master Lífsþjálfi.
Menntun hefur breytt veröld minni. Ég hef lært alveg óskaplega mikið en mest um sjálfa mig og hvers ég er megnug. Ég stend alltaf með sjálfri mér.
Besta fjárfesting sem ég hef gert er að að fjárfesta í mínum eigin huga og í mínum eigin vexti. Það getur enginn tekið frá mér. Aldrei nokkurn tímann.
Það sama gildir um þig.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.