1 min read

Hugleiðsla getur haft undraverð áhrif á líkamlega heilsu þína og andlega líðan. Þegar orðið hugleiðsla kemur upp sjá margir fyrir sér að maður þurfi að sitja kyrr með krosslagða fætur í langan tíma til að finna innri ró. En það er hægt að stunda hugleiðslu á marga vegu, meðal annars á göngu.  Gönguhugleiðsla getur verið frábær og einföld leið til að bæta hugleiðslu inn í daglegt líf.

Hún virkar svona:

Áður en þú leggur af stað í gönguna skaltu ákveða að þú ætlir að sleppa taki af öllum verkefnum dagins og áhyggjum.

Slepptu taki af allri streitu í líkamanum.

Ákveddu hvaða leið þú ætlar að fara. Það er áhrifaríkara að gera gönguhugleiðslu úti í náttúrunni en ekki nauðsynlegt.

Gakktu síðan af stað.

Haltu jöfnum, þægilegum hraða og andaðu jafnt inn og út. Mundu að þetta er ekki kraftganga.

Á meðan þú gengur skaltu beina athyglinni að sjálfri göngunni. Taktu eftir því þegar fóturinn snertir jörðina, hvernig þunginn færist frá einum fótlegg yfir á hinni og þannig koll af kolli.

Taktu síðan eftir önduninni á meðan þú gengur. Fylgstu með andadrættinum fara inn og út.

Vertu algjörlega meðvituð um það að þú sért að ganga. Haltu þessu hugarástandi á meðan þú gengur -helst allan tímann.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.