3 min read
Mér finnst mikilvægt að sýna sjálfum sér væntumþykju og það gerir maður meðal annars með því að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu og vera skuldbundinn ákvörðunum sínum.
Með árunum hef ég komið mér upp heilsurútínu. Ég hef prófað mig áfram og komist þannig að því hvað hentar mér og hvað mig langar til að gera fyrir sjálfa mig. Venjur mínar eru langt því frá að vera fullkomnar og ég sýni mér mildi og ríf mig ekki niður undir neinum kringumstæðum. Þar sem ég er meðliðagigt hef ég líka lært að sumt hentar líkama mínum ekkiog ég því orðin góð í að taka tillit til þess. Ég hleyp t.d ekki en elska göngutúra.
Hér er samantekt á heilsurútínunni minni eins og hún er í dag:
💦 Vatnið, kaffi og dagbókarskrif
En það sem ég geri nánast alla daga ársins er að byrja daginn á stóru vatnsglasi með örlitlu af sítrónusafa.Ég passa upp á vatnið mitt og drekk alltaf 2 lítra á dag. Á morgnana sest ég niður með kaffibollann minn og skrifa í dagbók. Ég skrifa Plan dagsins(Planið er ein af Grunnreglunum 4) og ákveð hvað ég ætla að borða þann daginn og losa heilann minn þar með við að þurfa að hugsa einar 50-60 matartengdar hugsanir yfir daginn.Ég skrifa líka niður markmiðin mín og legg þar með ákveðinn leiðarvísi fyrir hugann svo hann viti hvert við stefnum.
🥑 Lindudrykkurinn og göngutúr í náttúrunni
Að skrifa Planið og markmið mín tekur mig ekki meira en 5-10 mínútur. Þeim tíma er vel varið. Síðan fæ ég mér græna Lindudrykkinn nokkrum sinnum í viku en hann er stútfullur af grænmeti. Ég fer út að ganga með hundinn minn flesta daga ársins og okkur finnst dásamlegt að fara niður í fjöru. Mér finnst eitthvað mjög heilandi við það að anda að mér sjávarilminum í Álftanesfjöru.
💪🏼 Lyfta lóðum
Nú orðið fer ég í ræktina fimm sinnum í viku til þessgagngert að lyfta lóðum en ég setti mér það markmið að byggja upp vöðva. Ég fann að vöðvarýrnun hafði átt sér stað hjá mér sl. ár og ákvað því að byggja upp vöðvana mína. Ég finn orðin gríðarlega mikinn mun á skrokknum á mér og hvað ég er orðin miklu sterkari.
🧘🏻♀️ Hugleiðsla og svefnvenjur
Ég hugleiði flesta daga, stundum á morgnana en oftast á kvöldin áður en ég fer að sofa. Síðustu misseri hef ég lagt áherslu á svefninn því eftir að ég fór á breytingaskeiðið hafði það neikvæð áhrif á svefninn minn og kvöldhugleiðsla hefur hjálpað mér mikið. En sem betur fer er svefninn orðinn mun betri því ég passa orðið svo vel uppá hann.
🧖♀️ Sauna og þurrburstun
Nú svo má ekki gleyma „töfratækinu“ mínu sem er sauna. Ég hef verið mikil talskona saunabaða um langa hríð en ég byrjaði að fara að staðaldri í sauna í Baðhúsinu. Ég er svo heppin að hafa saunaklefa heima hjá mér. Ég fer í sauna nokkrum sinnum í viku og alltaf um helgar. Ég þurrbursta líkamann en það hefur góð hreinsandi áhrif á skrokkinn. Einnig hugleiði ég í sauna og á það til að fara líka með bænirnar mínar þar. Hitinn hefur mjög góð áhrif á liðagigtina mína og almennt séð virkilega góð áhrif á heilsuna.
🫐 Mataræði
Ég einblíni á að borða hollan mat aðallega úr 3 fæðuflokkum: grænmeti, prótín og holl fita. Nánast daglega í mörg ár hef ég fengið mér einn súperdrykk úr 28 daga heilsuáskoruninni minni. Þetta er saðsamur þeytingur (ekki safi!) stútfullur af ofurfæðu. Ég skipti honum út fyrir eina máltíð.
Mantran mín þegar kemur að mataræði er:„Ef þetta var framleitt að móður jörð, borðaðu það. Ef þetta var framleitt í verksmiðju, forðastu það"
Ef þú vilt gera eins og ég of fá þér súperdrykk úr 28 daga heilsuáskorunsmelltu þá hér.
Þetta eru mínar helstu heilsuvenjur,eitthvað sem ég geri flesta daga ársins og ég þarf ekki að hvetja mig eða tala mig inn á að gera þetta því ég hef gert þetta svo lengi að venjurnar eru orðnar hluti af þeirri konu sem ég er.