1 min read

„Það sem mér finnst ég hafa upplifað og lært á því að vera í prógramminu hjá Lindu er hugsanastjórnun og ég hef áttað mig á því hvernig hugurinn platar mann. Ég hef lært að tileinka mér sjálfstraust og hvernig ég get ákveðið árangur dagsins. 

Ég er mjög mikið fyrir það að skipuleggja útkomu hvers verkefnis og það sem Linda kennir eru akkúrat verkfærin til að geta gert það. Ég hef líka lært að þyngdin skiptir ekki máli, heldur það hvernig mér líður með að standa við matarplönin eða ekki og það hefur skilað sér í tíu kílóa þyngdartapi. Það sem áður hafði vafist fyrir mér svo árum skipti er horfið og ég þarf ekki lengur að ræða eða hugsa um það, sem er ótrúleg upplifun! 
Í stuttu máli sagt er lífið allt einfaldara og skýrara.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.