2 min read

-ákvarða gæði lífs þíns.

Gæði lífsins verður aldrei meira en gæði þeirra spurninga sem við spyrjum okkur.Við erum með kerfi í heilanum sem heitir dreifiboðakerfi sem er eins konar sía sem vinnur alltaf að því að svara spurningum okkar. Þegar við spyrjum spurningar má segja að við virkjum kerfið og það hefst handa við að finna allt sem styður við þá spurningu eða gefur svar við þeirri spurningu sem spurt er. Og heilinn er framtakssamur og vill alltaf skila sínuþannig að hann finnur alltaf það sem við biðjum hann um. Ef við erum að spyrja hann af hverju við erum svona ómögulegar og náum ekki markmiðum okkar finnur hann því sannanir og svarar. Ef við spyrjum hann af hverju við erum svona óheppnar og lífið okkar svona ömurlegt þá leitar hann sannana fyrir því og allt sem við sjáum í kringum okkur er til þess gert að svara þeim spurningum. Þannig vex allt og dafnar sem við fókusum á. Þetta kerfi sér um að búa til fókus á það sem við erum að biðja hann um að svara. Þess vegna skipta gæði í spurningum okkar öllu máli í að lifa því besta lífi sem kostur er á. 


Og hvernig gerum við þetta. Eins og með allt annað þurfum við alltaf að byrja á að skilja og átta okkur á hvaða spurninga við erum að spyrja okkur núna. Við þurfum að auka meðvitund okkar og átta okkur á hvað við erum að fókusa á. Munið að þið eruð núna orðnar góðar í því sem þið hafið æft hingað til. Byrjið bara á að taka eftir hvernig þið talið.Bæði ykkar innra samtal og einnig í hóp. Eruð þið mikið að kvarta og kveina og óskapast yfir því af hverju allt er að fara til fjandans eða eruð þið vanar að sjá það góða í kringum ykkur? Hvort heldur sem er skulið þið búa til meðvitund um það sem er núna. Með sjálfsmildi og forvitni skuluð þið eigna ykkur þá orku sem er ríkjandi í lífi ykkar núna. 

Byrjið svo að breyta spurningum ykkar meðvitað. Látið af og sleppið þeim spurningum sem þjóna ykkur ekki lengur og setjið meðvitað inn spurningar sem hvetja til uppbyggjandi svara.