1 min read

Í LMLP prógramminu gef ég konunum mínum fjölmörg verkfæri til að hjálpa þeim við þyngdarstjórnun. Eitt þeirra verkfæra er svokölluð 1% reglan sem hjálpar til við að minnkamatarskammta. Hún virkar svona:

Skildu eftir 2-3 bita af matnum þínum á disknum í hverri máltíð. Taktu þessa bita, settu í poka og inn í frystinn. Gerðu þetta í eina viku. Eftir viku skaltu taka pokann úr frystinum og vigta.

Þá sérðu hvað 1% minni matur á disknum skiptir miklu máli.
Það er áhrifaríkt að sjá með eigin augum magnið af matnum sem þú hefðir annars borðað. Reiknaðu út hversu mikið magn þetta er á ári. Það á eftir að koma þér á óvart. Þetta er hvatning til að minnka matarskammtinn og nú geturðu farið að skammta þér minna á diskinn.

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig á BIÐLISTA fyrir LMLP prógrammið