2 min read
Kaffi er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um hollt mataræði. Flestir vita að það er gott að halda koffínneyslu í hófi - en fleiri og fleiri rannsóknar sýna að kaffi inniheldur ýmis andoxunarefni og önnur virk efni sem geta dregið úr bólgum og veitt vernd gegn sjúkdómum. Þú gætir fengið meira út úr uppáhalds morgundrykknum þínum en þú hélst.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það sem rannsóknir á kaffi sýna.
Athugaðu þó að þetta eru ekki læknisráð. Þó að kaffi geti bætt lífið á margan hátt er það ekki allra meina bót. Það er mikilvægt að drekka ekki of mikið kaffi og fara ekki yfir ráðlagðan dagsskammt af koffíni sem eru um það bil 120 mg á dag, eða um það bil 3 bollar.
- Kaffidrykkja gæti dregið úr áhættu á að þróa sykurýki II.
Kaffi virðist hjálpa líkamanum að vinna betur úr sykri. Þetta er kenningin á bak við rannsóknir sem sýndu fram á að fólk sem drekkur kaffi er ólíklegra til að fá sykursýki af tegund 2.
- Kaffi gæti minnkað líkur á hjartasjúkdómum.
Að drekka einn til tvo bolla af kaffi á dag gæti mögulega hjálpað til við að koma í veg fyrir hjartabilun, sem er ástand þegar veikt hjarta á í erfiðleikum með að dæla nægu blóði til líkamans.
-Kaffi gæti dregið úr áhættu á að fá Parkinsonsveiki.
Koffín virðist minnka líkur á að fólk fái Parkinsonsveiki og geti einnig hjálpað þeim sem eru með sjúkdóminn að stjórna hreyfingum sínum betur.
- Kaffi gæti eflt lifrastarfsemina.
Bæði venjulegt og koffínlaust kaffi virðist hafa verndandi áhrif á lifrina. Rannsóknir sýna að þeir sem drekka kaffi eru líklegri til að hafa heilbrigðara magn lifrarensíma en fólk sem drekkur ekki kaffi.
- Kaffi virðist minnka líkurnar á að fólk fái ristilkrabbamein.
Vísindamenn komust að því að þeir sem drekka kaffi - koffeinlaust eða venjulegt - voru 26% ólíklegri til að fá ristilkrabbamein.
- Kaffi gæti minnkað áhættu á að fá Alzheimer.
Alzheimer virðist herja meira á konur heldur en karlmenn þó ekki sé vitað með vissu hvers vegna. En koffínið í tveimur bollum af kaffi gæti mögulega veitt vörn gegn þróun sjúkdómsins.
Það er alveg þess virði að fá sér 10 dropa af kaffi.
Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.