1 min read
Sjálfsmyndin þín er sú mynd af sjálfri þér sem þú býrð til í huganum og heimurinn endurvarpar svo aftur til þín. Sjálfsmyndin ákvarðar hvernig þú umgengst aðra, hvernig markmið þú setur þér, fötin sem þú velur, staðina sem þú ferð á, tekjurnar þínar og hvernig þú eyðir þeim, hvernig þú ferð með líkamann þinn, með hvernig fólki þú ferð á stefnumót og giftist og svo framvegis. Sjálfsmynd þín mótar allt þitt líf.
Ef þú vilt gera róttækar breytingar á lífi þínu er öflugast að byrja á því að vinna í sjálfsmyndinni. Þegar sýn þín á sjálfa þig breytist endurspeglast það í öllu sem þú gerir og hvernig heimurinn mætir þér. Sterk sjálfsmynd er lykilinn að því að hafa trú á sjálfa þig og að hafa getu til að ná markmiðum þínum og takast á við lífið.
Hvaða kona ert þú og hvernig vilt þú vera?
Ég hvet þig til að endurskoða hvað er mögulegt, að hætta að laga sjálfa sig og endurskapa sjálfa sig í staðinn. Lífið með Lindu Pé (LMLP) er þjálfunarprógramm sem er hannað til að upphefja sjálfsmyndina svo þú getir lifað lífinu til fullnustu.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.