1 min read

Ein öflugasta leiðin til að nota ímyndunaraflið okkar þegar kemur að sjálfsrækt er að búa til hugmyndir um það hvernig við viljum vera í framtíðinni og hvernig lífi við viljum lifa. Skapa framtíðarsjálfið þitt. 
Ímyndaðu þér líf þitt ár héðan í frá. Hvernig líf væri það og hvernig myndi þér líða ef þú stæðir með þér og markmiðum þínum? Ímyndaðu þér sjálfstraustið sem þú myndir öðlast með þeirri niðurstöðu. Hvernig sérðu þig í framtíðinni?
Ég lít svo á að framtíðarsjálfið okkar sé ekki aðskilin sjálfsmynd heldur frekar framlenging á persónunni sem þú ert nú þegar. Framtíðarsjálfið er hluti af eðli þínu og sú útgáfa af þér sem er kjarkmeiri og full eldmóðs.
Ein öflugasta spurning sem ég nota fyrir sjálfa mig er: Ertu núna að leggja grunninn og færa þær fórnir sem þú þarft að færa svo þú getir lifað lífinu sem þig langar í framtíðinni? Búðu til skýra mynd af þeirri manneskju sem þú vilt að fái að blómstra í framtíðinni. Byggðu svo ákvarðanir þínar á þessari framtíðarmynd.