1 min read

Í LMLP prógramminu skipuleggjum við bæði innra og ytra líf okkar og tökum meðvitaðar ákvarðanir um hverju við viljum halda og hvað við viljum losna við. Til að skipuleggja innra líf okkar verðum við að ritstýra hugsunum okkar og kanna hvort að hugsanirnar séu að þjóna okkur og lífinu sem við viljum lifa. Við losum okkur við hugsanir sem eru ekki að þjóna okkur og veljum þær hugsanir sem við viljum hafa. Við höfum val um að breyta hugsunum okkar og þar með líðan okkar og skapa nýja niðustöðu í líf okkar.
 
Það er líka mikilvægt að skipuleggja umhverfið sem þú ert í. Hvernig lítur heimilið þitt út? Ertu umkringd hlutum sem þú notar aldrei? Í LMLP kenni ég þér að skipuleggja heimilið þitt upp á nýtt. 
 
Ég hef gert miklar breytingar á eigin lífi með því að vera meðvituð um hugsanir mínar og umhverfi og get sagt þér að þessu fylgir dásamlegt frelsi!


Skilaboð til ykkar sem eruð í LMLP
Ég hvet þær ykkar sem komnar eru í VIP áfanga að horfa á námskeiðið Skipulag hugar og umhverfisog fá góð ráð frá mér um hvernig þið skipuleggið líf ykkar. Við tökum fyrir bæði huga og umhverfi, og förum yfir hvert einasta rými heimilisins. Þetta er stór þáttur í styrkingu sjálfsmyndar. Gefið ykkur tíma til að velta þessu fyrir ykkur og gera það sem þið lærið. Svo spennandi! Það skiptir svo miklu máli að umhverfið styðji þá sjálfsvinnu sem þið eruð að gera.  

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.