1 min read
Hæ Linda!
Ég er nýbyrjuð í Prógramminu með Lindu Pé og er forvitin að heyra meira um hugsanastjórnun. Ég er að vinna í að hætta sjálfsniðurrifi og neikvæðum hugsunum í eigin garð. Hvernig virkar þessi hugsanastjórnun?
Sæl og takk fyrir að hafa samband við mig.
Í Prógramminu mínu kenni ég verkfæri sem mér finnst hafa haft mest áhrif á líf mitt af öllu því sem ég hef lært um lífsþjálfun. Verkfæri sem hefur breytt því hvernig mér líður varðandi sjálfa mig, heiminn og lífið. Þetta er hugsa-líða-gera hringrásin.
Hugsa-líða-gera hringrásin hjálpar þér að skilja núverandi hugsanir og gefur þér kraftinn til að skapa nýjar hugsanir. Það eru einmitt hugsanir þínar sem geta valdið því að þú léttist eða senda þig á nammibarinn eftir erfiðan dag. Hugsa-líða-gera lýsir því hvernig heilinn á þér vinnur úr öllu því sem þú upplifir.
Þetta er frekar einfalt. Þú hugsar um eitthvað sem þú upplifir í veröldinni. Sú hugsun leiðir af sér tilfinningu innra með þér, líkt og hamingju eða kvíða. Og byggt á því hvernig þér líður ákveður þú hvern einasta dag hvað þú gerir eða gerir ekki. Allt sem þú gerir er afleiðing þess hvernig þú hugsar og hvernig þér líður.
Þú munt læra að nýta þér þetta verkfæri með vinnunni sem þú gerir í LMLP prógramminu og líka á lífsþjálfunarfundunum. Það er magnað að sjá hvað þú getur gert þegar þú áttar þig á því hvað þú ert að hugsa og hvernig þú getur breytt þessum hugsunum til að þær efli þig og færi þig nær draumum þínum og markmiðum. Með þessu verkfæri muntu geta gert stórkostlegar breytingar á lífi þínu!