2 min read

Til að lifa okkar besta lífi þurfum við að læra að stjórna hugsunum okkar og þora að upplifa allar tilfinningar. Þarna kemur punktur á eftir!

Þegar við lærum að hugsanir framkalla tilfinningar okkar og tilfinningar okkar ákvarða alla okkar hegðun, viðbrögð, virkni og vanvirkni öðlumst við valdið til að lifa því lífi sem við viljum. Af því að við fáum að velja hvað við hugsum.Við erum að velja hvað við hugsum í dag án þess þó að veita því eftirtekt, það gerist ómeðvitað.

Aukin meðvitund er alltaf fyrsta skrefið.Af því að við breytum engu nema átta okkur á hverju þarf að breyta. 
Þið þurfið  að veita hugsunum ykkar eftirtekt og átta ykkur á því hvernig þær hugsanir hafa búið til það sem þið hafið í lífinu ykkar í dag. Þið þurfið að átta ykkur á  að hugur ykkar er forritaður og mikið af ykkar hegðun er útfrá þeirri forritun. Forritun ykkar eru þær skoðarnir og trú sem þið hafið í undirmeðvitund ykkar sem þið hafið lært að trúa með því að heyra eitthvað og upplifa eitthvað nógu oft þar til það hefur orðið sannleikur ykkar. Þið hafið ekki verið að segja huga ykkar hvað þið viljið gera þannig að hann hefur verið að segja ykkur hvað þið eigið að gera útfrá forrituninni. Þessu er hægt að breyta

Þegar þið byrjið að skilja hvernig forritunin ykkar hefur áhrif á hegðun ykkar og hvernig ykkur líður illa þegar þið farið gegn forrituninni er mikill sigur unnin. Þessi meðvitund ein og sér má segja að sé 70% af breytingarferlinu. Af því að þá getið þið farið að ákveða að endurforrita og byrja að hugsa nýjar hugsanir sem gefa ykkur nýjar tilfinningar sem svo hvetja ykkur til nýrra aðgerða. Við þurfum að breyta forrituninni sem við höfum núna sem er að hvetja okkur til hegðunar sem þjónar okkur ekki.