1 min read

Kraftmikill engiferdrykkur

Engifer er notað í fjölmörgum detox prógrömmum vegna eiginleika þess til að „hreinsa” líkamann með því að örva meltingu, blóðrás og svitamyndun. Með því að örva meltinguna hjálpum við líkamanum að hreinsa uppsafnaðan úrgang og eiturefni í ristli, lifur og öðrum líffærum.

Þennan drykk er frábært að fá sér á morgnana til að byrja daginn með krafti.


Innihald

1 bolli saxað spínat

1 bolli frosinn ananas

1 grænt epli

½ avókadó

½ agúrka

½ sítróna, án barkar

biti af ferskri engifers rót (magn fer eftir smekk)

½ glas vatn

Aðferð
Blandið fyrst vatni, agúrku og sítrónu saman þar til allt orðið að safa. Bætið svo við spínati, epli, engifer og ananas og blandið áfram þar til silkimjúkt. 
Njótið!