Engifer er notað í fjölmörgum detox prógrömmum vegna eiginleika þess til að „hreinsa” líkamann með því að örva meltingu, blóðrás og svitamyndun. Með því að örva meltinguna hjálpum við líkamanum að hreinsa uppsafnaðan úrgang og eiturefni í ristli, lifur og öðrum líffærum.
Þennan drykk er frábært að fá sér á morgnana til að byrja daginn með krafti.
Innihald
1 bolli saxað spínat
1 bolli frosinn ananas
1 grænt epli
½ avókadó
½ agúrka
½ sítróna, án barkar
biti af ferskri engifers rót (magn fer eftir smekk)
½ glas vatn
Aðferð Blandið fyrst vatni, agúrku og sítrónu saman þar til allt orðið að safa. Bætið svo við spínati, epli, engifer og ananas og blandið áfram þar til silkimjúkt. Njótið!
MAGASÍNIÐ LÍFIÐ MEÐ LINDU PÉ // LIFE WITH LINDA PÉ - THE MAGAZINE
ÓKEYPIS áskrift! Sign up for FREE! Skráðu þig á póstlistann og fáðu magasínið á netfangið þitt, alla sunnudaga. Lífsstíll, heilsa, uppskriftir, fegurð, ferðalög, stíll, viðtöl og svo auðvitað innsýn inn í lífið mitt. Þetta vefrit verður hvatning til þeirra sem það lesa til að bæta eigin lífsstíl og gera þær breytingar sem þarf til að lifa draumalífinu. All things lifestyle, health, beauty and how to live your dreamlife. In your inbox, on Sundays.
Skrá mig! | Magasínið m/Lindu Pé.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl