1 min read
Innihald
Veldu alltaf lífrænt þegar þú getur.
2 egg
100 gr kókóssykur
1 tsk vanilludropar
50g möndlusmjör
100 gr möndlumjöl
50 gr haframjöl
50 gr saxaðar valhnetur
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk sjávarsalt
50g rifið dökkt súkkulaði
Hitaðu ofnin í 180 gráður.
Hrærðu egg og sykur saman í matvinnsluvél, bættu möndlusmjöri og vanilludropum við og blandaðu áfram saman. Blandaðu öllum þurrefnum saman og settu svo saman við eggjablönduna. Myndaðu kúlur með höndunum og settu á bökunarplötu með smjörpappír og bakaðu neðarlega í ofni í 10-12 mín.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.