1 min read

Það er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina, sérstaklega á þessum árstíma þegar kalt er í veðri og dimmt. Húðin þekur stærstan hluta líkamans og segir mikið til um hvernig við hugsum um okkur sjálf, næringu, hreyfingu og þess háttar. Húðin er í raun spegill heilsu okkar, jafnt að innan semog utan.

Hér eru tvö einföld ráð sem hafa mikil áhrif á húðina:

Drekktu nóg af vatni.
Þú hefur líklega heyrt þetta oft, en staðreyndin er bara sú að vatn skiptir mestu máli þegar kemur að því að halda húðinni fallegri. Ég mæli með að drekka 2 lítra af vatni á dag. Þú þarft á því að halda. Þegar við svitnum mikið þurfum við að vökva húðina og líkamann vel. Húðin elskar raka og hluti af því er að drekka mikið vatn. Það kemur m.a. í veg fyrir ofþornum og ótímabæra öldrun húðar.


Borðaðu holla fitu.
Dagar fitusnauðra megrunarkúra eru sem betur fer löngu liðnir. Líkaminn þarf á fitu að halda til að starfa. Fita er ákjósanlegasta eldsneytið fyrir heilann og hún er einnig ómissandi fyrir húðina. Borðaðu hreina, heilbrigða fitu, helst úr plönturíkinu. Fita úr næringarríkum mat eins og avókadó, hnetum, kókosolíu og ólífum. Holl fita viðheldur teygjanleika, ferskleika og raka í húðinni. Fita bragðbætir einnig matinn og hjálpar okkur að vera saddar og mettar lengur.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig á BIÐLISTA fyrir LMLP prógrammið