1 min read

Ég er sjálf mikill aðdáandi heilsuþeytinga 
vegna þess að það er svo auðvelt að útbúa þá og fá ofurfæðu beint í kroppinn. Ég hef fengið mér þá daglega í mörg ár. Þetta er auðveld og áhrifarík leið til að fá mikið af vítamínum, steinefnum og fleiri góðum næringarefnum í einni máltíð.

Ef tíminn er naumur en þú vilt fá þér heilsusamlegan drykk, er hér einn einfaldur, sætur og bragðgóður.

Uppskrift:

1 banani

handfylli spínat

1 glas möndlumjólk

Allt sett í blandara og hrært. Njóttu!