1 min read
Einn af stólpum Heilsuvikunnar er líkamleg heilsa. Þar fjalla ég um hvernig þú getur sett þér markmið á kröftugan hátt til að ná þeim árangri sem þú vilt ná. Ég fjalla um hvernig þú getur orðið heilbrigðari og sáttari í eigin skinni.
Þú veist líklega það helsta sem þú þarf að gera til að efla heilsuna: Borða hollari mat, hreyfa líkamann, sofa betur. Þetta er nokkuð einfalt - en það sem er flókið er að fá sjálfan sig til að gera þessa einföldu hluti. Það er einmitt það sem ég tala um í Heilsuvikunni.
Upphafspunkturinn í vegferð þinni er alltaf að skoða hugsanir þínar gagnvart eigin líkama. Það eru hugsanirnar sem búa til tilfinningar okkar - það er ekki umhverfi og annað fólk sem lætur okkur líða á einhvern hátt. Það er aldrei þannig. Ef þú vilt breyta einhverju í eigin fari þarftu að æfa nýjar hugsanir gagnvart sjálfri þér og öðlast smá saman trú á þær.
Ég mun fjalla um hvernig við getum breytt neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Jákvæðar hugsanir eru eldsneytið sem drífur þig áfram. Því betra sem eldsneytið þitt er þeim mun kröftugri verða aðgerðirnar. Rétt hugarfar skiptir öllu máli þegar þú leggur af stað í vegferð þína.
Ég hvet þig eindregið til að skrá þig í LMLPog taka þátt í Heilsuvikunni með okkur.