2 min read

Prófaðu þessa geggjuðu jarðarberja-ostaköku sem er stútfull af góðum næringarefnum og þarf ekki að baka.

Innihald

Botn

200g möndlumjöl

30g brædd kókósolía

4-5 medjoladöðlur

Fylling

500g hreinn rjómaostur, við stofuhita

1 msk chiafræ

100g kókóssykur

2 msk brætt kókósolía

3 msk ferskur sítrónusafi og raspaður sítrónubörkur eftir smekk

1/2 tsk vanilluduft

3 bollar fersk jarðarber

1dl rjómi

¼ bolli tapíókamjöl

Notaðu fersk jarðarber og önnur ber til skreyta kökuna, ásamt myntu.

Aðferð 

Settu bökunarpappír í lausbotna kökuform. Settu öll innihaldsefnin í botninum í matvinnsluvél og blandaðu vel saman. Þrýstu svo deiginu í botninn og settu í kæli.

Fylling

Blandaðu saman rjómaosti, sykri, chiafræjunum, kókosolíu, sítrónusafa/börk og vanilluduft í matvinnsluvél eða blandara. Blandaðu þar til silkimjúkt og settu til hliðar.

Settu jarðarberin ásamt skvettu af vatni í miðlungspott við háan hita. Láttu malla og stappaðu jarðarberin þar til þau eru að mestu maukuð niður. Eldaðu í 10-15 mínútur, eða þar til blandan hefur minnkað í um það bil ½ bolla og ætti að líta út eins og þykk tómatpastasósa. Bættu rjómanum og tapíókamjölinu út í pottinn, blandaðu vel saman með pískara. Láttu sjóða rólega í 5 mínútur eða þar til blandan þykknar.

Bættu jarðarberjablöndunni í matvinnsluvélina með rjómaostablöndunni. Blandaðu þar til allt er silkimjúk.

Helltu ostakökufyllingunni í kökuformið og sléttaðu toppinn. Lokaðu forminu og kældu í ísskápnum í 4 klukkustundir eða þar til fyllingin hefur stífnað. Taktu út og skreyttu með fallegum berjum og myntu.

Athugaðu: Chiafræin eru nauðsynleg til þess að hjálpa til við að fyllingin nái að stífna. Stundum gefa þau af sér dálítið gráan lit sem gerir ostakökuna oft ekki eins fallega, en það fer líka mikið eftir hversu kraftmikill liturinn á jarðarberjunum er. Ef þér finnst fylling ekki vera nógu falleg/björt á hversu kraftmikill liturinn á jarðarberjunum er. Ef þér finnst fylling ekki vera nógu falleg/björt á litinn getur þú notað smá rauðrófuduft til þess að ná fallegri lit á fyllinguna - en þetta er auðvitað algjört smekksatriði.