1 min read

Ragnheiður Jakobsdóttir er eigandi ferðaskrifstofunnar Verdi Travel, sem er bæði staðsett á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Hún er ein af konunum í LMLP prógramminu sem hefur notið mikillar velgengi og hér gef ég henni orðið:

„Ég átti Ferðaskrifstofu Akureyrar sem nýverið sameinaðist ferðaskrifstofunni Vita sport. Nú heitum við Verdi Travel og spennandi vinna fram undan hjá mér og því góða fólki sem starfar með mér við að byggja upp þetta nýja vörumerki.

Ég hef unnið í ferðabransanum í næstum 25 ár, lengst af sem millistjórnandi og síðar sá ég um að reka skrifstofu Úrvals Útsýnar og síðan Ferðaskrifstofu Akureyrar. Árið 2016 keypti ég síðan reksturinn. Ég elska vinnuna mína og ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég vildi gera fyrirtækið að mínu, vildi skapa minn eigin rekstur og stýra því með mínum hætti.

LMLP prógrammið hefur gefið mér meira sjálfstraust og meiri trú á sjálfa mig. Ég hef lært að stjórna hugsunum mínum og þessi vinna hefur kennt mér að draumar geta sannarlega ræst. Ég fór upphaflega í LMLP prógramið út af þyngdartapi en í dag er það allt hitt í prógraminu sem mér finnst áhugaverðast, eins og skipulag heimilis og fjàrmál og farsæla konan. Núna erum við nýbúnar með markmiðavikuna, sem var svo mögnuð vinna og góð nálgun að nú sé ég að markmið mín geta orðið að veruleika!“ 

 

Ath. Nú er lokað fyrir skráningar í LMLP en þú getur skráð þig strax á biðlista og við látum þig vita næst þegar opnar. Taktu ákvörðun og gerðu þetta fyrir sjálfa þig. Þú munt ekki sjá eftir því.Smella hér fyrir biðlista.