2 min read

Kólín er er hvorki vítamín né steinefni, en samt mikilvægt næringarefni fyrir líkamann og virkar svipað og amínósýrur og B vítamín. Kólín er nauðsynlegt fyrir heilastarfsemi, verndar frumuveggina og er mjög mikilvægt fyrir þroska fósturs á meðgöngu. Egg eru ein besta leiðin til að fá næginlegt kólín án þess að hafa mikið fyrir því, en kólín finnst m.a. líka í nautakjöti, lifur, laxi og kjúklingalærum - og reyndar líka í grænmeti eins og í brokkólí og baunum en í mun minna magni. Hér er frábær uppskrift af eggjaköku sem er stútfull af næringu.

Innihald

1 stórt egg - tvö ef þau ertu lítil

sveppir, paprika og ferskt spínat, allt skorið smátt

feta ostur, mulin

1 avókadó

ólífuolía

salt, pipar, chiliflögur

ferskar jurtir eins og t.d kóríander eða steinselja (má sleppa)

 

Aðferð

Skerið allt grænmetið mjög smátt og steikið á lítilli pönnu með ólífuolíu. Hrærið saman egg og fetaost og hellið yfir grænmetið við miðlungshita. Þegar eggjakakan er orðin föst, snúið henni við og steikið á hinni hliðinni. Saltið og kryddið að vild. 

Berið fram með avókadó - annað hvort smátt skorið eða stappað með gafli - og bætið við smá salti, chiliflögum, ferskum kryddjurtum og kreistið smá sítrónu yfir.

 

Ef þið hafið ekki mikinn tíma er oft fljótlegra að gera eggjahræru í stað eggjaköku. Í staðinn fyrir að snúa kökunni við hrærið allt saman á pönnunni og borðið úr lítilli skál.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.

 

English:

Super nutritious omelette

Choline is neither a vitamin nor a mineral, but still an important nutrient for the body and works similarly to amino acids and B vitamins. It is necessary for brain function, protects the cell walls and is very important for the development of the fetus during pregnancy. Eggs are one of the best ways to get enough choline, but choline is also found in beef, liver, salmon and chicken thighs and in vegetables such as broccoli and beans, although not as much. 


Here is a tasty and nutritious omelet that´s easy to make.

Content

1 large egg - 2 if they are small

mushrooms, paprika and fresh spinach, finely chopped

feta cheese, crumbled

avocado

olive oil

salt, pepper, chili flakes

fresh herbs such as coriander or parsley (can be omitted)

 

Method

Cut all the vegetables very small and fry in a small pan with olive oil. Mix eggs and feta cheese together and pour over the vegetables at medium heat. When the omelet is firm, turn it over and fry on the other side. Salt and season to taste. Serve with avocado either sliced ​​or mashed with a fork and add some salt, chili flakes, fresh herbs and a squeeze of lemon.

 

If you don't have a lot of time, it's quicker to make scrambled eggs instead of an omelet. Instead of turning the cake over, stir everything together in the pan and eat from a small bowl.