1 min read

Kólín er er hvorki vítamín né steinefni, en samt mikilvægt næringarefni fyrir líkamann og virkar svipað og amínósýrur og B vítamín. Kólín er nauðsynlegt fyrir heilastarfsemi, verndar frumuveggina og er mjög mikilvægt fyrir þroska fósturs á meðgöngu. Egg eru ein besta leiðin til að fá næginlegt kólín án þess að hafa mikið fyrir því, en kólín finnst m.a. líka í nautakjöti, lifur, laxi og kjúklingalærum - og reyndar líka í grænmeti eins og í brokkólí og baunum en í mun minna magni. Hér er frábær uppskrift af eggjaköku sem er stútfull af næringu.

Innihald

1 stórt egg - tvö ef þau ertu lítil

sveppir, paprika og ferskt spínat, allt skorið smátt

feta ostur, mulin

1 avókadó

ólífuolía

salt, pipar, chiliflögur

ferskar jurtir eins og t.d kóríander eða steinselja (má sleppa)

 

Aðferð

Skerið allt grænmetið mjög smátt og steikið á lítilli pönnu með ólífuolíu. Hrærið saman egg og fetaost og hellið yfir grænmetið við miðlungshita. Þegar eggjakakan er orðin föst, snúið henni við og steikið á hinni hliðinni. Saltið og kryddið að vild. 

Berið fram með avókadó - annað hvort smátt skorið eða stappað með gafli - og bætið við smá salti, chiliflögum, ferskum kryddjurtum og kreistið smá sítrónu yfir.

 

Ef þið hafið ekki mikinn tíma er oft fljótlegra að gera eggjahræru í stað eggjaköku. Í staðinn fyrir að snúa kökunni við hrærið allt saman á pönnunni og borðið úr lítilli skál.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.