1 min read

Hér er frábær uppskrift að appelsínu-möndlubitum sem innihalda engan hvítan sykur en döðlurnar gefa mjúkt og sætt bragð.

Innihald

3 egg

6 döðlur

400 g möndlumjöl

1/4 tsk salt

1 msk ferst rifinn appelsínurbörkur

1 msk ferskur appelsínusafi handfylli þurrkuð trönuber handfylli pistasíur

 

Aðferð
Setjið eggin í matvinnsluvél og bætið döðlunum við einni í einu, kreystið u.þ.b. eina matskeið af ferskum appelsínusafa út í blönduna og raspið börkinn líka út í. Bætið svo möndlumjölinu við og blandið öllu vel saman. Setjið trönuberin og pistasíurnar saman við deigið og blandið þeim varlega en jafnt. Fletjið deigið út á bökunarpappír. Það er gott að nota bökunarpappír ofan á líka á meðan þið fletjið því að deigið á það til að vera svoldið klístrað. 

Bakið svo í miðjum ofni á 180 gráður í ca 20 mínútur.

Gott að bera fram eitt sér eða með smá smjöri. Sumum finnst líka gott að setja brie eða camembert ost sem álegg ofan á.

 

Áhugavert!
Vissir  þú að appelsínubörkur er hollur og getur bætt heilsuna á marga vegu? Appelsínubörkur er mjög trefjaríkur og bætir meltinguna og hjálpar til við að stjórna hægðum og koma í veg fyrir hægðatregðu. Appelsínubörkur getur því mögulega aðstoðað við að vinna á ýmsum meltingarvandamálum, svo sem brjóstsviða, meltingartruflunum, lofti og iðrabólgu.  Appelsínubörkur inniheldur pektín sem hvetur til þróunar góðra baktería í maganum.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.