1 min read

Sæt súkkulaðimús fyrir ástina


Hér er dásamleg uppskrift að hollri súkkulaðimús:
2 stór þroskuð avókadó, afhýdd og steinn tekinn úr
1 þroskaður banani
3–4 msk fljótandi hunang, eftir smekk
50 g hreint lífrænt kakóduft
1 tsk vanilluduft eða dropar
50 g dökkt súkkulaði (70% eða sterkara)
handfylli pistasíur (teknar úr skelinni)
50 g hreint lífrænt kakóduft
fersk ber og mynta til að skreyta (má sleppa)

Aðferð
Settu avókadó og banana í matvinnsluvél og blandaðu þar til silkimjúkt.
Bætið hunangi saman við vanillu og kakóduft og hrærðu þar til allt hefur blandast alveg saman. Smakkaðu til og bættu við meira hunangi ef þarf. Saxaðu súkkulaði og hnetur og blandaðu við með skeið (ekki í matvinnsluvélinni).

Settu músina í fallegar skálar eða littlar glerkrukkur skreyttu með berjum og myntulaufum. Gott að geyma í ísskáp í minnst klukkustund áður en hún er borin fram.


Gott ráð til að mæla hunang:
Það getur verið erfitt að mæla hunang nákvæmlega vegna þess hve klístrað það er. Stundum verður helmingurinn eftir á skeiðinni! Gott ráð er að húða mæliskeiðina með þunnu lagi af olíu, eins og kókósolíu, áður en þú setur hunangið í. Þá rennur hungangið betur af.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.