1 min read

Það þarf ekki að vera flókið að bæta prótíni í daglega fæðu þína. Hér er einföld uppskrift að prótín „boltum“ sem er fullkomið að eiga inni í ísskáp eða frysti.

Innihald
220 g döðlur, mjúkar og steinlausar (ef þær eru þurrar þá lagðar í bleyti í minnst 10 mínútur)
2 msk lífrænt og náttúrulega saltað hnetusmjör eða möndlusmjör
1 msk bragðlaust eða vanillu prótínduft
30 g dökkt súkkulaði (grófsaxað)
20 g chiafræ (eða hör- eða hampfræ)
100 g malaðar möndlur/möndlumjöl
 
Aðferð
Byrjaðu á að setja döðlurnar í matvinnsluvél og blandaðu þar til þú hefur einskonar döðlumauk. Settu svo hnetusmjörið saman við. Þegar allt er vel blandað saman við döðlurnar bætir þú öllum þurrefnunum við. Búðu til litlar kúlur og það getur verið gott að strá smá kanil eða hreinu kakó yfir. Geymdu inni í ísskáp eða frysti.