1 min read

Að vera löt og að hvíla sig er ekki það sama í mínum huga. Þegar við sjáum okkur sem latar konur virkar það yfirleitt letjandi á okkur og við notum það til sjálfsniðurrifs. Þegar við segjum öðru fólki að við séum latar og nennum ekki einhverju fylgir því yfirleitt neikvætt hlaðnar tilfinningar. Ég kýs að nota þessi orð ekki af því að ég vel orðaforðann minn vandlega. 


Ég trúi á gildi þess að hvíla sig og njóta. En munurinn á leti og hvíld kemur frá því hvort við erum að hvíla okkur eftir gott dagsverk eða verkefni eða hvort við erum að leyfa okkur að velja auðveldu leiðina og vera latar í stað þess að gera eitthvað sem stóð til. Þetta gengur í raun út á það sem ég kenni. Að velja seinnitíma verðlaunin í hvíldinni eftir að hafa afrekað eitthvað, í stað þess að velja skammtíma nautnina í að falla fyrir gylliboðum heilans um að nenna ekki og vera löt. 


Ég hvet þig, kæri lesandi, til að velta þessu fyrir þér. Hugsaðu um hvernig líf þitt myndi breytast ef þú hættir að leyfa þér að vera löt og nenna ekki og færir að velja ónotin í núinu við að gera hluti sem þig langar ekki endilega að gera núna.Með því færðu verðlaunin eftir á í hvíldinni og vellíðaninni sem þú upplifir að loknu góðu verki.