2 min read
Að leyfa sér að slaka á
Ég er kona sem hef lært af reynslunni hvað það skiptir miklu máli að slaka á og njóta. Ég hef oft í gegnum tíðina verið mjög stressuð og leyft streitunni að safnast upp í líkama mínum. Það gekk svo langt að ég fékk vægt heilablóðfall fyrir nokkrum árum. Það er oft talað um að það verði ósjálfrátt hugarfarsbreyting hjá fólki sem upplifir eitthvað þessu líkt. Og ég er sammála því en það skiptir miklu máli að skilja að heilinn á okkur sækir alltaf í kunnuglegt ástand. Hann vill alltaf vera í því umhverfi sem hann þekkir. Og ef við höfum lengi lifað við mikið stress og streitu á hann eftir að reyna að koma okkur þangað aftur.Ef við ekki tökummeðvitaða ákvörðunum að æfa okkur reglulega í að slaka á og njóta förum við til baka í það ástand sem kom okkur í vond mál í upphafi.
Í dag er ég orðin kona sem heiðrar sjálfsrækt, afslöppun og innri ró.Ég þurfti að taka meðvitaða ákvörðun um það og ég þarf að plana það fram í tímann. Ég finn enn fyrir ómeðvitaðri þörf minni til að hlaupa hraðar og komast yfir meira en ég hef lært að það kemur mér ekki lengra. Það á bara eftir að hægja á mér. Þegar ég gef mér sjálfsræktartímann minn daglega og held mig við uppbyggilega og góða morgunrútínu er ég mun afkastameiri en ég var þegar ég vaknaði og opnaði tölvupóstana mína upp í rúmi, um leið og ég opnaði augun.
Mig langar að hvetja þig, kæri lesandi til að gefa þér leyfi til að slaka á. Ekki bíða þar til þú færð harkalega skellinn. Ég heyrði einu sinni sagt að ef þú hlustar á líkamann þinn hvísla þá þarftu ekki að heyra hann öskra. Slökum á og förum að njóta. Það er ákvörðun sem við skulum allar taka strax í dag.