1 min read
Nokkrar fæðutegundir hafa sérstaklega góð áhrif á húðina og útlitið. Ég hvet þig til að bæta þessari fæðu inn í daglegt mataræði til að auka fegurð og frískleika.
Grænkál
Grænkál er kraftmikið fegurðarfæði sem er stútfullt af trefjum og blaðgrænu. Neysla á grænkáli örvar endurnýjun fruma sem hjálpar húðfrumur að endurnýjast.
Bláber
Liturinn kemur úr litarefni sem kallast jurtablámi og er andoxunarefni sem virkar sem eldsneyti á teygjanleika og seiglu húðarinnar. Bláber innihalda einnig fegurðaraukandi vítamín á borð við C- og E- vítamín og trefjar sem fara vel í maga.
Bananar
Orkubomba sem er stútfullur af fegurðaraukandi vítamínum, steinefnum og trefjum. Kalíum stjórnar vökvajafnvægi líkamans og sílikon er frábært fyrir hár og neglur.
Chia-fræ eru stútfull af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum og trefjum. Þau innihalda fullkomið jafnvægi nauðsynlegra fitusýra. Rannsóknir sýna að neysla á chia-fræjum hægir á umbreytingu hitaeininga úr kolvetnum í einsykrur.
Epli
Eplahýði inniheldur andoxunarefnið kersetín sem styrkir náttúrulega vörn húðarinnar gegn sindurefnum.
Spergilkál
Spergilkál er talið vinna gegn dökkum baugum. Mikið magn K-vítamíns eykur blóðrásina, styrkir háræðarnar - en K-vítamín er oft notað í augnkrem. Spergilkál inniheldur einnig C- og A- vítamín sem strekkja á húðinni sem og karótenóíð, fólat, kalsíum og trefjar.