2 min read

Lítið hefur verið talað um fjárhagslega heilsu þegar kemur að sjálfsrækt og margir sem átta sig kannski ekki á því hversu mikil áhrif viðhorf okkar gagnvart peningum hefur á heilsuna okkar. Ef við ætlum að ná jafnvægi og vellíðan í lífi okkar verðum við að horfast í augu við þennan mikilvæga þátt lífsins. Fjárhagsleg heilsa er einn af stólpum Heilsuvikunnar sem hefst 12. september. 
 
Samband okkar við peninga er stundum svipað og samband okkar við líkamann. Það byggir á skorti; Við erum ekki nóg og höfum ekki nóg. Viðhorf okkar til peninga er nátengt sjálfsmynd okkar og samfélaginu sem við erum hluti af. Viðhorfið byggir á trú okkar og skoðunum um hvað við teljum að sé mögulegt. 
 
Hugurinn okkar er vanafastur og góður í því að fara með okkur aftur á sama stað - beint í skort, áhyggjur og jafnvel uppgjöf. En ef við hugsum alltaf út frá skorti, getum við aldrei eignast nóg, sama hvað við gerum mikið til að búa til peninga. Oft byggja skoðanir okkar á peningum á löngu úreltum viðmiðum fortíðarinnar, þegar raunveruleikinn var annar en hann var í dag. Kannski er kominn tími til að skipta gömlum viðhorfum út fyrir ný. 
 
Fyrsta skrefið til að breyta sambandi þínu við peninga er að vera meðvituð um hugsanir þínar gagnvart peningum. Næsta skref er síðan að breyta þessum hugsunum. 
 
Hvað finnst þér um peninga? Er fjárhagsleg heilsa þín í jafnvægi? 
 
Í Heilsuvikunni lærir þú að búa til heilbrigt samband við peninga og hvernig þú breytir viðhorfi þínu til peninga á uppbyggilegan hátt.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.