2 min read
Heilbrigði felur í sér að halda jafnvægi á milli nokkurra þátta lífsins. Heilsuvikan fer fram dagana 12. til 17. september og samanstendur af sex dögum þar sem við tökum einn heilsustólpa fyrir á hverjum degi á klukkutíma fundi, sem samanstendur af fræðslu um hvern stólpa og lífsþjálfun.
Heilbrigði felur í sér að halda jafnvægi á milli nokkurra þátta lífsins. Heilsuvikan fer fram dagana 12. til 17.septemberog samanstendur af sex dögum þar sem við tökum einn heilsustólpa fyrir á hverjum degi á klukkutíma fundi, sem samanstendur af fræðslu um hvern stólpa og lífsþjálfun.
Dagskrá Heilsuvikunnar:
Dagur 1: Tilfinningaleg heilsa
Dagur 2: Fjárhagsleg heilsa
Dagur 3: Félagsleg heilsa
Dagur 4: Andleg heilsa
Dagur 5: Næringarleg heilsa
Dagur 6: Líkamleg heilsa
Flest fæðumst við heilsuhraust en um leið og við eigum samskipti við veröldina, annað fólk og nýjar aðstæður er stundum eins og það leggist einskonar hjúpur ofan á heilsuna okkar. Stundum er það ótti og áhyggjur, stundum er það löngunin eftir samþykki annarra. Og stundum eru það áföll sem hafa áhrif á heilsuna. En burtséð frá því hvaðan ójafnvægið kemur er heilsuhreysti þitt náttúrulega ástand og markmiðið með Heilsuvikunni er að koma þér aftur í það ástand. Til að upplifa vellíðan og jafnvægi er nauðsynlegt að sinna öllum sex stólpum heilsunnar sem nefndir eru hér fyrir ofan.
Til þess að taka þátt í Heilsuviku þarftu að vera skráð í prógrammið Lífið með Lindu Pé (LMLP) en Heilsuvikan er innifalin í aðild. Seinna verður hægt að kaupa Heilsuviku sem sér námskeiðið en það verður kynnt síðar.
Heilsuvikan er stútfull af fróðleik sem gefur þér tækifæri til að endurstilla þig og byrja að tileinka þér allt sem ég kenni. Í lok vikunnar verður þú komin með öll tæki og tól sem þú þarft til að bæta almenna heilsu á öllum sviðum. Ég er fullviss um að þessi vika á eftir að verða vendipunktur í lífi þínu. Taktu þátt og þetta á eftir að breyta lífi þínu.
Þú ert alltaf bara einni ákvörðun frá því að breyta lífinu þínu.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.