2 min read

Ég byrjaði í Prógramminu með Lindu Pé, 13. janúar 2023 og er þetta ein af mínum allra bestu ákvörðunum í lífinu. Ég er búin að missa 10+ kíló,sem runnu af mér á frekar stuttum tíma.

Kílóin eru fyrir mér ekki endilega aðal atriðið í þessu prógrammi - fræðslan, breytingarnar og samfélagið er svo yndislegt og jákvætt að það skiptir mig meira máli núna. Ég er búin að gera fullt af breytingum hjá mér, í hausnum, kringum mig og svo allt hitt sem ég sé ekki sjálf! 

Í apríl sl. fór ég í Framúrskarandi ferðina til Spánarmeð Lindu og konunum í Prógramminu. Það var ótrúleg upplifun sem kveikti í mér neista og er ég auðvitað búin að skrá mig í næstu ferð. Þetta var eitthvað allt annað!

Ég er menntaður grafískur hönnuður og hef rekið hönnunarfyrirtæki í mörg ár. Hef alltaf haft áhuga á myndlist og tók myndlistabraut í Menntaskólanum á Akureyri.

Þegar ég bjó svo í Washington DC, 2009-2014, fór ég í myndlistanám og kynntist þar frábæru fólki. Ég sýndi, seldi helling, var með umboðsmenn, tók þátt í allskonar uppákomum og naut mín í tætlur. Allt breyttist svo þegar ég flutti heim 2014, var þá skilin. Gat þá engan veginn fókusað á myndlistina og ýtti henni á undan mér. Vinnan tók mikið af minni orku og ég eyddi frekar tíma með dóttur og barnabörnum.

Fór svo heldur betur út fyrir boxið í fyrra vor, sagði upp vinnunni, byrjaði með Airbnb um miðjan október og er nú orðin ,,ofur gestgjafi". Fæ frábærar umsagnir frá gestum, er að bæta við húsnæði og finnst yndislegt að hitta fólk allsstaðar að úr heiminum.

Ég á helling af málverkum, er að mála núna og að fara í kröftugar aðgerðir. Er með myndlistina til sölu á apolloart.is og auðvitað sjálf líka. 

Ég er virk, með aðgerðaplan og markmið, verð sýnileg, fer út fyrir boxið og ég er ótrúlega spennt.

Allt þetta þakka ég vinnu minni í Prógramminu með Lindu Pé 

Lífið er yndislegt!

Margrét Kröyer, 57 ára.  
Framkvæmdastjóri, hönnuður og listakona