1 min read

Nauðsynleg tvenna

Ástæða þess að ég hvet allar konur til að vera með markmið og ásetning í lífi sínu er margvísleg. Það að hafa markmið gefur heilanum leiðbeiningar um hvert við viljum að hann fari með okkur, það krefst þess að við lærum og þroskumst, það krefst þess að við spyrjum okkur kröftugra spurninga og vitum hvað við viljum. Markmið taka okkur af sjálfstýringu gærdagsins og fær okkur til að hanna lífið okkar í stað þess að taka á móti því sem okkur er rétt. Ég hvet líka til þess að setja krefjandi markmið af því að það á eftir gefa mestan þroska. Af því að ef við setjum okkur alltaf markmið sem eru létt og auðveldlega gerleg þá höldum við áfram að búa til það sama og við höfum núna. Við gerum bara aðeins meira af því sem við vitum að við getum. 

Ég vil hvetja ykkur til að setja ykkur markmið sem krefst þess að þið mætið hindrunum. Hindranir er það sem gefur ykkur mestan þroska og þegar þið setjið ykkur krefjandi markmið þurfið þið að uppfæra sjálfsmyndina ykkar til að ná því. Og það er akkúrat það sem ég er að kenna. 

Að vera alltaf með eitt stórt og krefjandi markmið í gangi gefur lífinu tilgang. Það að vakna inn í daginn með ásetning gerir lífið miklu skemmtilegra. Þegar hindranir birtast á vegferðinni gefst tækifæri til að æfa lausnamiðaða hugsun, læra að standa með sér sama hvað og byggja upp sjálfstraust. Og það að yfirstíga hindrun og halda alltaf áfram byggir upp kröftuga seiglu sem á svo eftir að nýtast vel í öllum lífsins verkefnum.