1 min read
Framundan er algjörlega geggjað sumarnámskeið í LMLP prógramminu sem ég hlakka mikið til að kenna. Ég verð með vikulegt efni í júní og fram í júlí - alls sjö vikur - og ætla að fjalla þar um allt sem tengist sjálfsmynd og fegurð!
Þetta er efni sem mig hefur lengi dreymt um að taka fyrir og nú er loksins komið að því - en ég er sannfærð um mikilvægi þess að auka fegurðina í lífinu, bæði hjá okkur sjálfum og í umhverfinu okkar. Þetta sumarnámskeið er innifalið í LMLP prógramminu- og því aðeins fyrir aðildarkonur.
Fylgstu með Magasíninu næstu vikurnar en ég mun setja inn greinar og ýmislegt efni sem tengist fegurð.