2 min read
Í LMLP prógramminu mínu mæli ég með því að konurnar mínar borði prótín, grænmeti og holla fitu - en þetta eru einmitt undirstöðuatriðin í svokölluðu Miðjarðarhafsmataræði, sem er þekkt fyrir að vera einstaklega heilsueflandi matarræði.
Nú er kominn sá tími sem við erum farnar að skipuleggja, hlakka til og jafnvel byrjaðar að telja niður dagana í hið langþráða sumafrí. Sumarfríinu tengist oft óhollur matur, minni hreyfing og þar af leiðandi þyngdaraukning. Síðan kemur maður heim og þarf að byrja daglega rútínu upp á nýtt. En þetta þarf ekki að vera þannig. Það er margt sem þú getur gert til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu í fríinu.
Hér eru 5 leiðir sem að ég mæli með:
Númer 1
Byrjaðu hverja máltíð á grænmeti og vertu viss um að það sé alltaf prótín á disknum þínum. Svona kemur þú í veg fyrir blóðsykurssveiflur og aukna insúlínframleiðslu sem veldur þyngdaraukningu. Þegar þú byrjar hverja máltíð á þennan hátt ertu södd lengur og það eru minni líkur á því að þú borðir mikið af sætindum.
Númer 2
Ef þú ert í fríi á sólarströnd skaltu fara í göngu eftir strandlengjunni. Það er slakandi að ganga eftir ströndinni með tærnar í hafinu og jafnvel meira afslappandi heldur en að liggja eins og klessa í sólinni.
Númer 3
Kauptu þér fallegan margnota vatnsbrúsa/flösku sem að heldur vatninu köldu og vertu viss um að taka hana með þér hvert sem þú ferð. Svona getur þú verið viss um að drekka minnst tvo lítra af vatni á dag.
Númer 4
Ekki bóka morgunmat á hótelum. Hótel morgunverður er sjaldnast hollur (reyndar misjafnt eftir Ekki bóka morgunmat á hótelum. Hótel morgunverður er sjaldnast hollur (reyndar misjafnt eftir hótelum) og freistingarnar margar. Sætt morgunkorn og smjörhorn með marmelaði er ódýrt fyrir hótelið að bjóða upp á en dýrt fyrir heilsuna þína. Hlaðborð eru oft hlaðin óhollustu og það er erfiðara að stjórna magninu sem við borðum.
Númer 5
Notaðu tröppurnar! Þú ert í fríi og þarft ekki að flýta þér þannig að þú getur alltaf gengið upp tröppurnar á hótelinu í rólegheitunum. Ef herbergið þitt er hátt uppi getur þú vanið þig á að ganga kannski alltaf upp á þriðju hæð og taka svo lyftuna þaðan.
Aðalatriðið er auðvitað að njóta lífsins í sumarfríinu og ég hvet þig til að hugsa um alla þessa litlu hluti sem þú getur gert til að koma í veg fyrir að fríið taki toll af heilsunni.