1 min read


Innihald
1 bolli saxað spínat
1 bolli frosinn ananas
1 grænt epli
½ avókadó
½ agúrka
½ sítróna, án barkar
biti af ferskri engfersrót (magn fer eftir smekk)
½ glas vatn

Aðferð:
Blandið fyrst vatni, agúrku og sítrónu saman þar til allt orðið að safa. Bætið svo við spínati, epli, engifer og ananas og blandið áfram þar til silkimjúkt.

 

Flesta daga ársins fæ ég mér einn heilsudrykk (saðsaman þeyting) úr 28 daga Heilsuáskorun. Þeir eru allir stútfullir af ofurfæðu, saðasamir og hafa jákvæð áhrif á húð og frísklegt útlit. Smelltu hér til að skoða nánar.