2 min read

Vítamín fyrir veturinn

 

Þegar það er kalt úti pössum við okkur oftast að klæða okkur vel, fara í úlpu, vettlinga og setja á okkur húfu til að hugsa um líkamann og passa að okkur verði ekki kalt. En það sem þú setur í líkamann á veturna getur verið jafn mikilvægt og það sem þú setur á hann. Næringarefni hjálpa líkamanum að halda góðu jafnvægi og vernda hann gegn ógnum eins ogbakteríum og vírusum.

 

Best er að fá næringarefnin úr matnum sem þú borðar en við vitum hins vegar að enginn er fullkominn. Og þar koma vítamín og bætiefni við sögu. Hér er listi yfir vítamín sem geta verið gagnleg fyrir heilsuna í vetur. En, eins og alltaf, er gott að leita ráða hjá sérfræðingi eða lækni áður en þú byrjar að taka inn nýtt bætiefni.

 

D vítamín

D vítamínið - eða „sólskinsvítamínið“ - er okkur gríðarlega mikilvægt. Líkaminn þinn framleiðir D-vítamín þegar húðin þín fær á sig sólarljós, sem getur verið svolítið vandamál fyrir okkur á veturna þegar dagarnir eru styttri og það er of kalt til að eyða miklum tíma utandyra.

 

Að taka D-vítamín hefur marga heilsufarslega kosti eins og heilbrigðari bein og það styrkir ónæmiskerfiðgegn ákveðnum sjúkdómum. D vítamín getur líka hjálpað þér að berjast gegn vetrardepurð. Það eru ekki mörg matvæli sem innihalda D-vítamín. Fiskur, mjólkurvörur og sveppir gera það en í svo litlu magni að það getur verið erfitt að mæta daglegri þörf þinni með því að borða bara þessa fæðu. Þess vegna gæti verið gott að huga að því að taka inn D vítamín sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

 

C vítamín

C vítamín getur kannski ekki komið í veg fyrir að þú fáir kvef en það getur dregið úr alvarleika veikinda vegna þess að C vítamín styrkir ónæmiskerfi líkamans. Prófaðu trönuber, sítrusávexti, grænt lauf (spínat, grænkál, klettasalat og ferskar kryddjurtir) og papriku. Ef þú ert ekki nógu duglega að borða þennan mat gæti það verið gott að bæta við C vítamín hylkjum.

 

Sink

Þettanauðsynlega steinefni hjálpar ónæmiskerfi líkamans að berjast gegn vírusum og bakteríum. Það hjálpar til við að koma í veg fyrir að vírusar festist við frumuveggi í nefganginum og tekur þátt í mótefnaframleiðslu, mjög mikilvægu ferli ónæmiskerfisins. Ef þú ert ekki nú þegar að taka sink og þér líður eins og þú sért að verða veik, gæti verið gott ráð að byrja strax að taka sink til að hjálpa líkamanum að komast yfir veikindin fyrr.

 

Góðgerlar

Heilbrigð þarmaflóra er alltaf mikilvæg og okkar sterkasta vörn gegn bakteríum og vírusum. Vertu viss um að þú sért að huga að þarmaheilsunni og ef þú ert í vafa skaltu fá ráðlegginu í heilsuhúsi eða apóteki um hvaða góðgerlar geta hjálpað þér. Þú getur líka hlustað á podcastið mitt um þarmaheilsu.