3 min read

Það er hægt að útbúa næturhafra á margan hátt en hér er ein uppskrift sem ég bý oft til. Hún inniheldur það sem ég legg mesta áherslu á í mínu matarræði: Grænmeti, prótín og holla fitu

  

Innihald

100 gr hafrar

1 msk chiafræ

1 msk hunang

100 ml mjólk (hafra, möndlu, kókós eða kúamjólk)

1-2 msk hrein jógúrt, kefir  eða AB mjólk

1 tsk kanil

1 gulrót

1 msk rúsínur eða þurrkuð trönuber

pekanhnetur
 

Aðferð

Blandið saman mjólk og hunangi. Bætið höfrum, chiafræjum og kanil við. Hrærið allt vel saman. Rífið gulrótina og blandið helmingnum saman við hafrablönduna ásamt rúsínum og hökkuðum pekanhnetum. 

 

Setjið blönduna inn í ísskáp í minnst tvo tíma eða yfir nóttu. Takið út og skreytið með restinni af gulrótinni, hnetum, rúsínum og kannski smá hunangi.

 

Þessa uppskrift er auðvelt að margfalda og möguleikarnir eru endalausir þegar að kemur að næturhöfrum og því sem hægt er að blanda með þeim.

 

Mjólkurafurðir eru umdeildar og flestar okkar ólust upp við að drekka mikla mjólk og neyta annarra mjólkurafurða. Á síðustu árum hefur komið í ljós að hollusta mjólkurafurða er ekki sú sem að við héldum. Þó það sé í lagi að fá sér annað slagið mjólk í kaffið er gott að neyta ekki of mikið af mjólkurvörum. Undantekningin liggur þó í gerjuðum mjólkurvörum eins og jógúrti, kefir, AB mjólk og ýmsum ostum. Gerjaður matur inniheldur mikilvæga gerla fyrir þarmaflóruna og heilbrigð þarmaflóra er lykillinn að heilbrigðri líkamsstarfsemi. Þess ber þó að gæta að við þurfum að passa upp á sykurmagn og annað innihald í þessum vörum og þess vegna er best að velja alltaf náttúrulega og ósæta (ekki heldur gervisykur) jógúrt, kefir eða AB mjólk.

  

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.

 

English:

Overnight oats carrot cake

This recipe is easy to multiply and the possibilities are endless when it comes to overnight oats and what you can mix them with.
 
Ingredients 
 
 100 gr oats
 1 tbsp chia seeds
 1 tbsp honey
 100 ml milk (oat, almond, coconut or cow's milk)
 1-2 tablespoons pure yogurt, kefir or AB milk
 1 tsp cinnamon
 1 carrot
 1 tbsp raisins or dried cranberries
 pecans
 
 
Method
Mix the milk and honey together. Add the oats, chia seeds and cinnamon. Mix everything well. Grate the carrot and mix half of it with the oat mixture along with the raisins and chopped pecans. 
 
Put the mixture in the fridge for at least 2 hours or overnight. Then take it out and decorate with the rest of the carrot, nuts, raisins and maybe a little honey.
 
Dairy products are controversial and most of us grew up drinking a lot of milk and consumed other dairy products. In recent years it has become clear that the healthiness of dairy products is not what we once thought they were. Although it is okay to have milk in your coffee every now and then, it's better to be mindful when it comes to dairy products. The exception lies in fermented dairy products such as yogurt, kefir, AB milk and various cheeses. Fermented foods contain important bacteria for the gut flora and a healthy gut flora is the key to a healthy body function. However, we need to watch out for the amount of sugar and other content in these products and that's why it's best to always choose natural and unsweetened (not artificial sugar either) yogurt, kefir or AB milk. I only drink plant-based milk.