1 min read

Verndaðu húðina

Vorið er komið með hækkandi sól og margir á leið til sólarlanda á næstunni. Það er alltaf nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og á sumrin þarf að verja hana gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Veldu þér gæða sólarvörn og kynntu þér innihaldsefnin vel, því sólarvarnir innihalda oft mikið af rotvarnarefnum sem geta verið skaðleg fyrir húðina. 
Þú getur líka hjálpað húðinni að verjast slæmum áhrifum sólarinnar með ákveðnum mat sem inniheldur mikið af andoxunarefnum:
 
- Líkópen finnst í tómötum og vatnsmelónum og er öflugt andoxunarefni sem ver húðina gegn öldrun og sólarskemmdum. 
 
- Dökkt súkklaði (70% eða dekkra) inniheldur flavóníta sem eru taldir verja húðina okkar, auka blóðflæði og hjálpa húðinni að endurnýja sig. 
 
- Betakarótín, sem finnst meðal annars í gulrótum (þá sérstaklega í hreinum gulrótarsafa) og í sætum kartöflum, getur haft verndandi og heilandi áhrif á húðina með því að vernda húðina gegn sólbruna og hjálpa húðinni að jafna sig eftir sólbruna. 
 
- Goji ber eru sannkölluð súperfæða og rannsóknir hafa sýnt fram á að gojiber séu góð sólarvörn að innan og geta mögulega hjálpað til við að minnka húðskemmdir af völdum sólarinnar.