24. Vertu þakklát fyrir sjálfa þig

Okkur hættir til að eyða allt of miklum tíma í að hugsa um það sem við erum ósátt við í okkar fari og eyðum löngum stundum í að reyna stöðugt að laga alla þessa hluti. Í staðinn mæli ég með því að þú beinir orkunni í að hugsa um hluti sem láta þér líða vel. Hvað gerir þig dýrmæta? Í þættinum ætla ég að ræða við þig um sjálfsrækt í formi sjálfvirðis.